Fjórir náð bata í Eyjum

Fjórðungur Eyjamanna hefur farið í skimun.
Fjórðungur Eyjamanna hefur farið í skimun. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Fjöldi smita vegna COVID-19 er nú 69 í Vestmannaeyjum. Þrír til viðbótar greindust með veiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví þegar þeir greindust.

Frá fyrsta smiti hefur 57% fólks, sem hefur greinst með staðfest smit í Vestmannaeyjum, þegar verið í sóttkví þegar það greinist. Fjórir hafa náð bata. Fjöldi einstaklinga sem settur hefur verið í sóttkví er 629 og hafa 264 lokið sóttkví, segir í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert