Sá fyrsti laus úr öndunarvél

Páll Matthíasson.
Páll Matthíasson. Ljósmynd/Lögreglan

Fyrsti maðurinn sem lenti á öndunarvél vegna kórónuveirusýkingar hér á landi er útskrifaður af gjörgæslu og kominn á almenna deild.

Þessu greindi Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, frá á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar rétt í þessu. Maðurinn er sá fyrsti sem losnar úr öndunarvél eftir alvarleg veikindi af völdum COVID-19.

Páll segir þetta miklar gleðifréttir fyrir aðstandendur, starfsfólk og okkur öll.

Alls liggja nú 12 á gjörgæslu vegna kórónuveirusýkingar, ellefu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þar af eru níu á öndunarvél, þar af einn á Akureyri.

Af þeim sem hafa þurft á innlögn að halda vegna kórónuveirusýkingar eru 30 útskrifaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert