Varað við snörpum hviðum undir Eyjafjöllum

Spáð er snörpum hviðum 30-40 m/s undir Eyjafjöllum á morgun.
Spáð er snörpum hviðum 30-40 m/s undir Eyjafjöllum á morgun.

Veðurfræðingur varar vegfarendur við hvassviðri á morgun frá hádegi og fram á kvöld undir Eyjafjöllum og Mýrdal sem og við Lómagnúp og skammt austan Skaftafells. Spáð er 30-40 m/s á þessu svæði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. 

Á morgun hvessir smám saman suðaustanlands með austnorðaustanátt.  

Um helgina er spáð stormi, snjókomu og skafrenningi í flestum landshlutum. Fólk ætti ekki að ferðast að nauðsynjalausu og skoða vel veðurspá áður en lagt er af stað. 

Sjá nánar veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert