Ekki heimilt að halda eftir uppgjörum

Reynisfjara. Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi. …
Reynisfjara. Margir af vinsælustu áfangastöðum erlendra ferðamanna eru á Suðurlandi. Þar eru nú fáir á ferli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstaréttarlögmaður telur að færsluhirðar, eins og Kortaþjónustan, hafi engar heimildir til að ákveða einhliða að halda eftir kreditkortagreiðslum viðskiptavina ferðaþjónustufyrirtækja. Það virðist brot á samningum.

Ef fyrirtæki verða fyrir því að fá ekki peningana sína greidda út á umsömdum tíma hljóta þau að gera færsluhirðirinn ábyrgan fyrir tjóni sem það valdi þeim.

Sum greiðslumiðlunarfyrirtæki, að minnsta kosti Kortaþjónustan, halda eftir fjármunum frá viðskiptavinum sínum á meðan verið er að kanna fyrirframgreidd viðskipti sem ekki hafa verið innt af hendi og hvort mögulegt sé að krafist verði endurgreiðslu. Hafa hótel orðið fyrir þessu og fleiri ferðaþjónustufyrirtæki. Meðal annars lenti hótelstjóri á Suðurlandi, sem treysti á þessa fjármuni til að greiða út laun um mánaðamótin, í vandræðum þegar Kortaþjónustan skilaði ekki peningunum á umsömdum tíma.

Virðist brot á samningum

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Gunnar Ingi Jóhannsson, hæstaréttarlögmaður hjá Magna, hefur skoðað þessi mál fyrir aðila í ferðaþjónustu og hefur í tilefni af frétt blaðsins um hótelið á Suðurlandi skoðað það mál aðeins. Hann sér engar heimildir fyrir kortafyrirtækið að halda einhliða eftir þessum fjármunum. Segir að í þeim tilvikum sem það er gert virðist það vera brot á samningum viðkomandi fyrirtækis og greiðslumiðlunarfyrirtækisins um færsluhirðingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert