Ekki rétti tíminn til að fá sér tígrisdýr

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði það ekki ráðlegt að fá sér …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði það ekki ráðlegt að fá sér tígrisdýr á tímum sem þessum, en tígrisdýr hefur greinst með kórónuveiruna. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur verið í tengslum við Matvælastofnun í tengslum um hvort dýr hafi sýkst, en lítið virðist vera um slíkt og hefur það ekki verið sérstaklega til skoðunar. 

Þórólfur var spurður út í sýkingu kórónuveirunnar frá mönnum í dýr á upplýsingafundi almannavarna í dag en um helgina var greint frá því að tígrisdýr í dýrag­arðinum í Bronx í New York hef­ði verið greint með kór­ónu­veiruna. Talið er að dýrið hafi smit­ast af dýra­hirði sem var ein­kenna­laus á þeim tíma.

„Þetta er mjög óvenjulegt en segir manni kannski að menn eiga ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma,“ sagði Þórólfur og glotti út í annað.

mbl.is

Kórónuveiran

28. maí 2020 kl. 13:00
3
virk
smit
1792
hafa
náð sér
0
liggur á
spítala
10
eru
látnir