Fjölga gjalddögum fasteignagjalda

Akureyrarbær býður nú upp á fjölgun gjalddaga.
Akureyrarbær býður nú upp á fjölgun gjalddaga. mbl.is

Einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði á Akureyri og hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli af völdum kórónuveirunnar geta nú sótt um fjölgun gjalddaga á fasteignagjöldum ársins. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar. 

Þar segir enn fremur að sex gjalddagar geti komið til dreifingar á tímabilinu apríl til september. Til boða stendur þó að sækja um að þeir verði níu og sá síðasti 3. desember. Aðgerðin er hluti af aðgerðaráætlun Akureyrarbæjar til að bregðast við samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar. 

Fram kemur að nú sé unnið að útfærslu gjalddaga fyrir atvinnuhúsnæði á Akureyri. Verður útfærslan kynnt eftir páska.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert