Hægt að fara á gönguskíði

Fólk skellti sér á skíði í gær.
Fólk skellti sér á skíði í gær. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þrátt fyrir að skíðasvæðunum í Bláfjöllum og í Skálafelli hafi verið lokað til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar verður göngusporið klárt kl. 10 í dag. Það verður lagt inn Kerlingadal. Veðrið er nokkuð milt, 4 m/sek, skýjað og tveggja stiga frost. Fólk er minnt á að virða tveggja metra regluna.

Vélsleða- og jeppafólki er vinsamlega bent á að keyra ekki á skíðasvæðinu. 

Ekki var annað að sjá en að margir hefðu lagt leið sína í Bláfjöll í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni. Skíðafólk lét það ekki stöðva sig að lyfturnar væru ekki í notkun heldur gekk upp brekkurnar.

 

 

Skíðamenn gengu upp brekkurnar.
Skíðamenn gengu upp brekkurnar. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert