Vinnuafl skortir vegna kórónuveiru

Samtal við stjórnvöld um aukið fjármagn er hafið.
Samtal við stjórnvöld um aukið fjármagn er hafið. Ljósmynd/Hreinn Óskarsson

Yfirvofandi er að vinnuafl muni skorta í skógrækt á komandi sumri vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 15 til 20 erlendir háskólanemar hafa starfað hjá Skógræktinni undanfarin sumur og fengið vinnuna metna til náms en nú er ekki útlit fyrir að mögulegt verði að fá erlenda háskólanema í þessi störf þetta árið vegna ferðatakmarkana.

Þetta segir Hreinn Óskarsson, sviðsstjóri þjóðskóga hjá Skógræktarinni. Erlendu nemarnir hafa unnið allt frá tveimur vikum og upp í þrjá mánuði hjá Skógræktinni en vinnuna fá þeir metna til eininga fyrir nám sitt. Þeir koma hingað í gegnum Erasmus-styrki Evrópusambandsins en þeim hefur fjölgað á síðustu árum þar sem fjármagn Skógræktarinnar til að ráða til sín starfsmenn hefur verið af skornum skammti.

„Það koma líklega engir í ár, það bara gengur ekki upp að fá fólk sem þarf að fara í sóttkví,“ segir Hreinn í Morgunblaðinu í dag. Samtal um aukið fjármagn er hafið á milli Skógræktarinnar og stjórnvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »