Aska fellur á Vík í rúman mánuð

Gamli sýslumannsbústaðurinn í Vík hefur greinilega eitthvert hlutverk í sviðsmyndinni.
Gamli sýslumannsbústaðurinn í Vík hefur greinilega eitthvert hlutverk í sviðsmyndinni. mbl.is/Jónas Erlendsson

Starfsmenn RVK Studios eru að undirbúa tökur á vísindaskáldsöguþáttunum Kötlu, þar sem Vík í Mýrdal og nágrenni er sögusviðið. Þættirnir verða sýndir á Netflix.

Verkefnið kemur á besta tíma inn í samfélagið, þar sem ferðamennirnir sem bera atvinnulífið uppi skila sér ekki vegna kórónuveirufaraldursins. Sveitarstjórinn segir að íbúarnir taki þessu verkefni fagnandi.

Þættirnir, sem eru úr smiðju Baltasar Kormáks, eiga að gerast þegar Katla hefur gosið nær samfellt í heilt ár með tilheyrandi afleiðingum fyrir Víkurbúa, að því er fram kemur í í umfjöllun um þetta verkefni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar má lesa um þetta mál hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert