Verða að stoppa á miðri Geirsgötu

Nýja skýlið við Geirsgötu en norðan við það er verið …
Nýja skýlið við Geirsgötu en norðan við það er verið að leggja hjólastíg. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef strætó á að fara að stoppa þarna á miðri götu með hugs­an­legri slysa­hættu þá lýsi ég fullri ábyrgð á hend­ur borg­ar­stjóra og meiri­hlut­anum. Það er komið að þan­mörk­um hvað þrengingarstefnu þessa fólks varðar og þetta svæði nálg­ast það að verða tif­andi tímasprengja,“ seg­ir Vig­dís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Vísar hún í máli sínu til þess að verið er að setja upp nýja stoppistöð Strætó við Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur en nokkra athygli vekur að ekkert útskot fylgir nýju stöðinni. Þetta veldur því að strætisvagnar munu þurfa að stoppa á miðri akbraut til að hleypa farþegum sínum inn og út úr vagninum með fyrirséðum töfum á umferð um götuna.

Er framkvæmdin að sögn Vigdísar ekkert annað en hluti af þrengingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Geirsgata sé mikilvæg samgönguæð fyrir borgina og framkvæmd sem þessi eins konar hryðjuverk gegn fjölskyldubílnum.

Nánar má lesa um þetta mál hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins:

mbl.is