Bíða eftir nýjum reglum

Á þjóðhjátíð í Eyjum.
Á þjóðhjátíð í Eyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson.

Áfram er unnið að undirbúningi Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina og miðasala stendur yfir.

Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, segir að beðið sé eftir að mál skýrist um hvaða fjöldatakmarkanir verði í gildi þegar að hátíðinni kemur um mánaðamótin júlí og ágúst og aðrar reglur stjórnvalda.

Sóttvarnalæknir gaf það út í fyrradag að tveggja metra nándarreglan yrði ekki algild eftir því sem leyfðar yrðu stærri samkomur. Samkomuhaldarar yrðu þó að gæta þess að þeir sem þyrftu eða vildu vegna undirliggjandi sjúkdóma eða af öðrum ástæðum ættu að geta notið tveggja metra svigrúms.

Sóttvarnalæknir hefur gefið út að rétt væri fyrir skipuleggjendur viðburða í sumar að miða við að hámarksfjöldi gesta fari ekki yfir 2.000 manns. Margfalt fleiri sækja venjulega Þjóðhátíð í Eyjum. Til umræðu hefur verið að skipta Herjólfsdal upp í sóttvarnasvæði og ýmsar aðrar hugmyndir komið upp. „Við bíðum eftir því hvað yfirvöld segja, hvernig reglurnar verða, og munum taka ákvarðanir út frá því,“ segir Hörður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert