Framlínan ræðir kjörin áfram

mbl.is/Arnþór Birkisson

Tvö stéttarfélög framlínustarfsfólks, Landssamband lögreglumanna (LL) og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), hafa átt í óformlegum samræðum við samninganefnd ríkisins síðustu daga vegna kjarasamninga.

Fundur Fíh og nefndarinnar fer fram á miðvikudag og fundur LL og nefndarinnar á fimmtudag.

Snorri Magnússon, formaður LL, segir að samninganefnd ríkisins hafi ekki tekið vel í kröfu félagsins um launaleiðréttingu, en ætlunin með henni er að „útkljá atriði sem ná yfir ansi mörg ár,“ að sögn Snorra. Hann segir að það yrði afar erfitt að leggja samning fyrir lögreglumenn sem ekki fæli í sér þessa leiðréttingu.

Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sem þeim var boðinn fyrir skemmstu. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Fíh, segir að nú hafi félagið leitað eftir upplýsingum um það hvað félagsmenn vilji sjá að sé gert með öðrum hætti í samningnum.

„Við teljum okkur núna vera komin með mjög greinargóða mynd af því til að geta haldið glaðbeitt áfram,“ segir Guðbjörg.

Bæði lögreglumenn og hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir í rúmt ár og segja Guðbjörg og Snorri að félagsmenn sínir séu orðnir þreyttir á samningsleysinu. ragnhildur@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »