Meiri samkeppnishæfni

Á vængjum breiðum.
Á vængjum breiðum. Sigurður Bogi

Aukið vinnuframlag og meiri sveigjanleiki starfsfólks gagnvart vinnuveitanda eru lykilatriði í nýjum kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair Group sem náðist í fyrrinótt.

Samningurinn var kynntur flugmönnum í gær og atkvæðagreiðsla um efni hans stendur í sjö daga. Segi flugmenn já er slíkt innlegg í að fá skýrar línur í fjármál Icelandair fyrir hluthafafund í fyrirtækinu sem verður 22. maí, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Gerðar voru verulegar breytingar sem tryggja aukið vinnuframlag flugmanna og gefa félaginu aukinn sveigjanleika til þróunar á leiðakerfi Icelandair,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair í tilkynningu. Eftir Jóni Þór Þorvaldssyni formanni FÍA er haft að aðilar hefðu sett sér markmið og að þeim hefði verið náð og samkeppnishæfni Icelandair styrkst. Samningar milli Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair hafa enn ekki náðst og fundur hjá ríkissáttasemjara hefur enn ekki verið boðaður.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert