Ákærður fyrir brot gegn manni með þroskahömlun

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. mbl.is/Þór

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa í tvígang brotið kynferðislega gegn öðrum manni, haft við hann kynferðismök með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun. Maðurinn sem hann braut á er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins, að því er segir í ákæru héraðssaksóknara. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Í ákærunni segir að árið 2018 hafi sá ákærði brotið gegn manninum í vinnubifreið sem sá fyrrnefndi hafði til umráða og hafði lagt við óþekktan stað og haft við hinn manninn endaþarmsmök. Í síðara skiptið, sem átti sér stað á árinu 2019, hafði hann við manninn endaþarmsmök og hélt áfram þrátt fyrir að maðurinn hafi beðið hann að hætta.

Héraðssaksóknari fer fram á að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, en í einkaréttarkröfu fer brotaþoli fram á 2 milljónir króna í bætur.

mbl.is