Útgefnum vegabréfum fækkaði um 94%

Svona var umhorfs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði. …
Svona var umhorfs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðasta mánuði. Enda nánast ekkert flug. Þá er engin furða að útgáfa nýrra vegabréfa hafi nánast stöðvast, eða allt að því. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í apríl 2020 voru 129 íslensk vegabréf gefin út. Til samanburðar voru 2.212 vegabréf gefin út í apríl 2019. Fækkaði því útgefnum vegabréfum um 94% milli ára.

Þetta kemur fram á vef Þjóðarskrár Íslands, en ljóst er að kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð stjórnvalda, sem og annarra ríkja, hefur þarna gríðarleg áhrif. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert