Ekkert nýtt smit — 877 í sóttkví

Ekkert smit hefur greinst undanfarinn sólarhring.
Ekkert smit hefur greinst undanfarinn sólarhring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekkert smit kórónuveirunnar greind­ist í gær hér á landi. Aðeins voru tekin 97 sýni í gær, öll á veirufræðideild Landspítalans. Til samanburðar voru 534 sýni tekin daginn áður, er einn greindist smitaður.

Enn hafa því 1.806 smit greinst á landinu, þar af átta í maí. Tekin hafa verið 61.122 sýni, eða sem nemur um 17% af mannfjölda. Alls eru nú 877 í sóttkví.

mbl.is