Eldsvoði á Þingvöllum

Mikill eldur kom upp í sumarbústað austan Þingvallavatns á áttunda tímanum í kvöld. Tilkynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur yfir sjö.

Slökkviliðsmenn eru enn að störfum og logar eldur enn. Útlit er fyrir mikið eignatjón en ekkert manntjón, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. 

Upptök eldsins eru ókunn en Brunavarnir Árnessýslu eru á vettvangi og lítur út fyrir að talsverð vinna sé enn eftir við að ráða niðurlögum eldsins.

Eldurinn er mikill og munu slökkviliðsmenn væntanlega vinna fram eftir …
Eldurinn er mikill og munu slökkviliðsmenn væntanlega vinna fram eftir við að ráða niðurlögum hans. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is