27 í sóttkví á Vestfjörðum

Töluvert var um smit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.
Töluvert var um smit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík.

Alls eru 27 einstaklingar í sóttkví í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum og 694 hafa verið í sóttkví frá því fyrsta kórónuveirusmitið greindist þar. Alls hefur 101 greinst með COVID-19 á Vestfjörðum.

Heilbrigðisstofnanirnar í umdæminu tekið 714 sýni til rannsóknar. Til viðbótar tók Íslensk erfðagreining rúmlega 2000 sýni á Patreksfirði og Ísafirði.

Á vefnum covid.is kemur fram að 42 séu í sóttkví á Vestfjörðum en þær upplýsingar eru tæplega sólarhringsgamlar.

 

mbl.is