Bjartsýni ríkir um mikla sölu á ís í sumar

Fátt er betra en að fá sér ís á heitum …
Fátt er betra en að fá sér ís á heitum sumardegi, sem vonandi verða margir í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Íssala hefur gengið vonum framar það sem af er ári. Þetta segir Pálmi Jónsson, framkvæmdastjóri Emmessíss, í Morgunblaðinu í dag. Fram til þessa nemur aukning í sölu á boxís um 43% milli ára.

Að sögn Pálma munar þar mikið um vitundarvakningu Íslendinga um mikilvægi umhverfisvænna umbúða.

„Emmessís hætti að mestu sölu á boxís í plasti í desember sl. og hóf sölu á boxís í pappaumbúðum. Frá og með 1. júní ætti allur boxís Emmessíss að vera kominn yfir í pappaumbúðir. Við finnum að það hefur haft sitt að segja,“ segir Pálmi og bætir við að fyrirtækið hafi undanfarin misseri víkkað út vöruúrvalið. Það hafi jafnframt hjálpað til við að auka söluna. „Við tókum við sölu á öllum ís frá Unilever á Íslandi. Þar má nefna merki eins og Ben&Jerry's, Magnum og Twister. Sömuleiðis hófum við í ársbyrjun framleiðslu á ísmolum undir nafni Ísmannsins. Það er óhætt að segja að Íslendingar velji íslenskt og það verður ekki miklu íslenskara en íslenskir ísmolar úr fersku íslensku gæðavatni,“ segir Pálmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert