Mikill eldur við erfiðar aðstæður

Sjón­ar­vott­ur sem ræddi við mbl.is sagði að um „ótrú­lega mik­inn …
Sjón­ar­vott­ur sem ræddi við mbl.is sagði að um „ótrú­lega mik­inn reyk“ væri að ræða. Ljósmynd/Aðsend

Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er statt í Vallahverfinu í Hafnarfirði vegna sinuelds. Að sögn varðstjóra er um mikinn eld að ræða og ekki hefur tekist að ná tökum á honum.

Slökkviliðið var kallað út á sjöunda tímanum en að sögn varðstjóra brennur á býsna stóru svæði.

Þurrt hefur verið á svæðinu síðustu daga og þar er hvasst núna. Slökkviliðsmenn vinna að niðurlögum eldsins en varðstjóri segir verkið erfitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert