Ein með öllu – úr þorski

Logi Brynjarsson með fiskipylsu.
Logi Brynjarsson með fiskipylsu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Fólk hefur kannski ekki mikla trú á þessu. Skiljanlega, enda ekki margir sem tengja pylsur við fisk. Þeir sem smakka hafa þó verið ánægðir,“ segir Logi Brynjarsson, matreiðslumeistari og framleiðslustjóri Hafsins.

Fyrir skemmstu voru settar í sölu í verslunum Hafsins fiskipylsur sem Logi þróaði. Logi kallar þær „Fulsur“ og leggur áherslu á að þær séu öðruvísi en aðrar pylsur á markaði.

„Við erum ekki að fara í samkeppni við SS eða aðrar kjötpylsur. Þetta er hrein viðbót á markaðinum. Þó eru þær svipaðar hefðbundnum pylsum að því leyti að þær eru forsoðnar og léttreyktar og það er hægt að sjóða þær, grilla, djúpsteikja eða pönnusteikja. Og auðvitað borða þær í brauði með öllu tilheyrandi,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fiskipylsurnar eru gerðar úr þorski og innihalda ekki egg, hveiti eða mjólk. Þess í stað er notuð kókosfita til að gera pylsurnar meira djúsí, að sögn Loga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert