Gisti fangageymslu eftir hópslagsmál

mbl.is/Kristinn Magnússon

Laust eftir miðnætti í nótt var lögreglu tilkynnt um hópslagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Lögregla skakkaði leikinn en einn gisti í framhaldinu fangageymslu, grunaður um líkamsárás.

Þetta er meðal þess sem greint er frá í dagbók lögreglu. Alls komu 102 mál á borð lögreglu á tímabilinu frá 17:00 til 05:00.

Þar kemur fram að mikill fjöldi kvartana barst lögreglu um hávaða frá samkvæmum í og við heimahús en vel gekk í flestum tilfellum að fá fólk til að lækka í sér og virða næturró annarra.

mbl.is