Konan er ekki í lífshættu

Lögregla rannsakar bæði mál en Margeir vill lítið tjá sig …
Lögregla rannsakar bæði mál en Margeir vill lítið tjá sig að svo stöddu máli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Málið er í rannsókn og ekkert meira um það að segja eins og er,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Málið sem er í rannsókn er alvarleg líkamsárás sem átti sér stað í Reykjavík í gærmorgun þegar maður veitti konu áverka með hníf á heimili hennar.

Margeir vildi ekki tjá sig um hvort um sambýlisfólk væri að ræða en gat staðfest að konan er ekki lífshættu. Hann vildi ekki tjá sig frekar að svo stöddu.

Rannsaka mögulega frelsissviptingu

Hann var einnig spurður um líkamsárás sem átti sér stað í gærnótt þegar þrír menn börðu einn mann og fóru svo með manninn af vettvangi í bifreið. Lögregla náði að stöðva hana skömmu síðar og handtók árásarmennina.

Margeir staðfestir að það sé til skoðunar hvort um frelsissviptingu hafi verið að ræða.

Maðurinn var fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar en ekki er vitað um umfang áverkanna eða líðan mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert