Aldrei fleiri sótt um nám við HR

Háskólanum í Reykjavík hafa borist metfjöldi umsókna.
Háskólanum í Reykjavík hafa borist metfjöldi umsókna. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Metfjöldi umsókna umsókna hefur borist Háskólanum í Reykjavík í ár. Alls hafa borist 3.900 umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár og er það 13% fjölgun frá síðasta ári, en undanfarin ár hafa um 1.500 nemendur hafið nám að hausti. 

Sóttu flestir um grunnnám í tölvunarfræðideild, ríflega 460 manns, en umsóknum fjölgaði hvað mest í grunnnámi í iðn- og tæknideild og sálfræðideild. Umsóknum um meistaranám hefur fjölgað í öllum deildum háskólans um þriðjung af jafnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. 

Enn er opið fyrir umsóknir um undirbúning fyrir háskólanám í Háskólagrunni HR en með honum hlýst réttur til náms við skólann fyrir þá sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Háskólinn hefur undanfarin tvö ár lagt áherslu á að kynna möguleika iðnlærðra á háskólanámi í samstarfi við stjórnvöld og Samtök iðnaðarins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert