Þrjú ný smit við landamæraskimun

Alls voru 1.413 sýni tekin úr farþegum á leið til …
Alls voru 1.413 sýni tekin úr farþegum á leið til landsins í gær og hafa ekki verið fleiri frá því skimun hófst 15. júní. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Þrjú smit greindust við skimun á landamærum Íslands í gær. Alls voru 1.413 sýni tekin úr farþegum á leið til landsins í gær og hafa ekki verið fleiri frá því að skimun hófst 15. júní. 

73 sýni voru tekin á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og aðeins 13 sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu, en starfsfólk ÍE sér um að greina sýnin sem tekin eru við landamæraskimun. 

Alls hafa fimmtán já­kvæð sýni verið tek­in á landa­mær­un­um, en tíu þeirra reynd­ust göm­ul óvirk smit og þurftu þeir sem greind­ust því ekki að fara í sótt­kví. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort þau sem greindust í gær eru með virkt eða gam­alt smit.

Níu eru með virkt smit eins og staðan er núna og 249 eru í sóttkví. Alls hafa 1.827 smit verið staðfest frá því að fyrsta smitið greindist í lok febrúar.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert