Engar bremsur á leigurafskútu

Talsvert var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í …
Talsvert var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynnt var umferðarslys við Hverfisgötu á tíunda tímanum í gærkvöldi þar sem maður hafði fallið af rafskútu, skollið með höfuðið í gangstétt og misst meðvitund.

Maðurinn var illa áttaður þegar lögreglan kom á vettvang og er hann grunaður um ölvun við akstur rafskútunnar. Hann var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild. Er lögregla skoðaði rafskútuna, sem var til útleigu, kom í ljós að engar bremsur voru á hjólinu og var lagt hald á það til að taka úr umferð, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Þá hugðist lögregla stöðva för bifreiðar í Hafnarfirði og athuga ástand ökumanns á öðrum tímanum í nótt, en ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og ökumaðurinn handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur bifreiðar sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Talsvert var um ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert