Kastaðist út úr bíl í veltu

Slysið varð á Kjalarnesivegi skammt frá Hvalfjarðargöngum. Myndin er úr …
Slysið varð á Kjalarnesivegi skammt frá Hvalfjarðargöngum. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Kjalarnesvegi skammt frá Hvalfjarðargöngunum á áttunda tímanum í morgun. Bíllinn fór nokkrar veltur og einn kastaðist út úr honum.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is, en Vísir greindi fyrst frá.

Ekki er hægt að segja til um líðan hinna slösuðu annað en að þeir eru ekki taldir lífshættulega slasaðir.

mbl.is