Hlýtt í borginni í dag – snýst við á morgun

Það hefur verið hlýtt og gott um landið suðvestanvert í …
Það hefur verið hlýtt og gott um landið suðvestanvert í dag. Hér má sjá kort sem sýnir hitaspána kl. 15 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins í dag. Álíka veður er þó ekki í vændum á næstu dögum. 

„Það er búið að vera hlýtt í höfuðborginni, það er komið í 20, 21 gráðu núna þannig að það er hlýtt. Þetta kemur fyrir á sumrin, það er hlýtt loft yfir landinu,“ segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands í samtali við mbl.is. 

„Þetta verður bara núna í svona tvo þrjá tíma í viðbót. Svo snýst þetta við á morgun og það verður hérna skýjað og líklegast einhver lítilsháttar úrkoma en á morgun verður líklega allt að 15 stiga hiti fyrir norðan, það verður svona öfugt við daginn í dag.“

Spáð er betra veðri á Norðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu á …
Spáð er betra veðri á Norðurlandi en á höfuðborgarsvæðinu á morgun, öfugt við daginn í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Á morgun dregur nokkuð úr hita suðvestanlands, en bjart og hlýtt verður á Norðurlandi. 

„Miðvikudagurinn og fimmtudagurinn líta ekkert út fyrir að verða neitt slæmir. Það verður hæg norðlæg átt svo þá er yfirleitt bjartara yfir hérna sunnanlands. Það verður ekki alveg jafn hlýtt samt í norðanáttinni, það er í austanáttinni sem það verður svona vel hlýtt. Það verður ekki svona dagur eins og var í dag,“ segir veðurfræðingur.

mbl.is