Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng að fullu

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Birtíngs og mun eignast útgáfufélagið …
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir er framkvæmdastjóri Birtíngs og mun eignast útgáfufélagið að fullu.

Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, sem tók við sem framkvæmdastjóri útgáfufélagsins Birtíngs árið 2017, mun verða eini eigandi Birtíngs en samkomulag hefur verið gert við félag í hennar eigu um kaup á öllu hlutafé í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í frétt á vef Mannlífs sem er einn af miðlum Birtíngs. 

Útgáfufélagið gefur einnig út Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli. Viðskiptin hafa verið tilkynnt fjölmiðlanefnd.

Samhliða ofangreindum kaupsamningi verður unnið að gerð samstarfssamnings um rekstur vefsvæðis, að því er fram kemur í frétt Mannlífs. 

„Samkvæmt samstarfssamningi er fyrirhugað að vefsvæðið verði í umsjón og eigu Halldórs Kristmannssonar, útgefanda Mannlífs. Ritstjórnarkostnaður vegna vinnslu fréttaefnis ásamt rekstri og þróun vefsvæðisins mun falla undir umræddan samstarfssamning. Stefnt er að því að samstarfið hefjist 1. ágúst næstkomandi“, segir í fréttinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert