Sýnir að „flokkskerfið sé úrelt“

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir það hafa verið vonbrigði að sjá frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta á fíknefnum vera fellt í nótt þó vissulega hafi verið teikn á lofti um það. Hún segir málið vera gott dæmi um það hvernig flokkskerfið geti unnið gegn hagsmunum almennings.  

Þetta segir hún í ljósi þess að báðir stjórnarflokkarnir hafi málið á stefnuskrá sinni án þess þó að geta stutt það í höndum Pírata sem þó hafi fallist á ýmiss konar málamiðlanir með það og verið tilbúnir að láta það í hendur heilbrigðisráðherra. 

Atkvæði þingmanna féllu eftir flokkspólitískum línum en ýmsir stjórnarþingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og sögðust vona að hægt væri að vinna frekar í málinu.

Í myndskeiðinu er rætt við Halldóru um atkvæðagreiðsluna sem fór fram í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert