Kjör séu ákveðin og verkfall því ólögmætt

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að félagið telji …
Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir að félagið telji verkfallsaðgerðir ólöglegar.

Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs OHF, segir félagið telja vinnustöðvun áhafnarmeðlima Herjólfs ólögmæta, þar sem kjarasamningar hefðu þegar verið gerðir við Sjómannafélagið Jötunn og því launakjör ákveðin. 

„Við teljum að þetta hafi verið ólöglegt og væntum þess að félagsdómur skeri úr um málið,“ segir hann, en niðurstaða félagsdóms mun liggja fyrir á mánudag. 

Sveitarfélag Vestmannaeyja tók við rekstri Herjólfs af Eimskip árið 2018 undir merkjum Herjólfs ohf, og var þá kjarasamningur undirritaður við Sjómannafélagið Jötunn. Flestir áhafnarmeðlimir Herjólfs eru félagar í Sjómannafélagi Íslands, en áhafnarmeðlimir eru þó í fjölmörgum mismunandi stéttarfélögum að sögn Guðbjarts.

„Starfsmenn undirmanna eru í nokkrum stéttarfélögum, ekki bara Jötunn eða Sjómannafélagi Íslands. Félagið er bara með samning við eitt stéttarfélag,“ segir Guðbjartur á við Jötunn, sem hefur heimahöfn og starfssvæði í Vestmannaeyjum. 

Beiðni hafi borist frá Jötni um að semja við Herjólf ohf., farið hafi verið í gerð kjarasamnings á grunni þjónustusamnings við ríkið og ráðningasamningar gerðir við starfsfólkið.

„Honum lauk í byrjun febrúarmánaðar og í honum er forgangsréttarákvæði sem þýðir að Jötunn muni leiða kjaraviðræður, fari þær í gang,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert