Leita leiða til að halda úti óbreyttri skimun

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Arnþór

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nú sé leitað leiða til að halda úti óbreyttri skimun við landamæri út júlí. 

Íslensk erfðagreining tilkynnti í gær að þætti ÍE í skimun á kórónuveirunni lyki í næstu viku. Þórólfur segir þetta nokkuð óvænt.

Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslensk erfðagreining hafi staðið sig frábærlega í baráttunni gegn kórónuveirunni hér á landi. Áhersla verður áfram lögð á skimun á landamærum, smitrakningu og sóttkví. 

Þórólfur hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að skimað verði við landamæri út júlí þar sem frekari vitneskju þarf um það hvort ferðamenn beri veiruna hingað til lands. Hann segir að leitað verði ýmissa leiða til að halda skimun áfram í samstarfi við ýmsa aðila. 

Verið að skoða ýmsa möguleika, til dæmis að safna saman sýnum og keyra allt að 10 sýni saman í einu. Klárlega síðri kostur segir Þórólfur en vel gerlegt. 

Þá segir Þórólfur að niðurstöður mótefnamælingar koma inn á Heilsuveru á morgun að öllum líkindum. 

Síðast liðnar þrjár vikur hafa um 32.000 farþegar komið til Íslands og sýni hafa verið tekin frá um 24.000. 10 hafa greinst með virkt smit, beðið er eftir mótefnamælingu hjá tveimur og rúmlega 40 hafa greinst með óvirkt smit sem við höfum engar áhyggjur af segir Þórólfur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert