Tvö smit greindust við landamærin

Alls eru átján í einangrun en tólf af þeim virku …
Alls eru átján í einangrun en tólf af þeim virku smitum sem eru greind í íslensku samfélagi hafa komið erlendis frá. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö smit kórónuveiru greindust við landamæraskimun í gær en ekki er vitað hvort um sé að ræða ný smit eða gömul þar sem enn er beðið eftir niðurstöðum úr mótefnamælingu. 1.341 sýni var tekið í landamæraskimun í gær og 125 sýni á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

Átján eru alls í einangrun og eru virk smit frá þeim sem hafa komið erlendis frá tólf talsins. Þá eru 198 í sóttkví, rétt eins og í gær, en enginn á sjúkrahúsi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert