HÍ fær stóran Evrópustyrk

Háskóli Íslands, aðalbygging.
Háskóli Íslands, aðalbygging. mbl.is/Ómar Óskarsson

Háskóli Íslands fékk risastyrk í vikunni frá Evrópusambandinu ásamt níu samstarfsháskólum í Aurora-háskólanetinu en markmiðið með starfi þess eru efldar rannsóknir og kennslu í þágu þeirra samfélaga þar sem skólarnir starfa.

Evrópusambandið veitir fimm milljónum evra til verkefnis Aurora á næstu þremur árum sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna með möguleika meiru síðar.

Háskóli Íslands hefur verið í forystu í Aurora-háskólanetinu, en áherslur þess þykja falla vel að markmiðum skólans um sjálfbærni, nýsköpun og alþjóðastarf, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert