Zlabys og Rannveig sigruðu Laugavegshlaupið

Rannveig og Vaidas.
Rannveig og Vaidas. Ljósmynd/Laugavegur - Ultra Marathon

Vaidas Zlabys frá Litháen kom fyrstur allra í mark í Laugavegshlaupinu 2020 á tímanum 4 klukku­stund­ir 17 mín­út­ur og 30 sek­únd­ur. Rannveig Oddsdóttir sigraði í kvennaflokki og setti nýtt mótsmet, 5 klukkustundir og 37 sekúndur. Rannveig hefur tvisvar áður sigrað hlaupið. 

Maxime Sauvageon hafnaði í öðru sæti í karlaflokki á tímanum 4 klukkustundir 33 mínútur og 44 sekúndur. Anna Berglind Pálmadóttir varð önnur kvenna og hljóp á 5 klukkustundum, 5 mínútum og 53 sekúndum. Það er bæting og þriðji besti tíminn frá upphafi.

Hlaupaleiðin er 55 kíló­metr­ar en 530 keppendur lögðu af stað frá Landmannalaugum í morgun og kom Zlabys fyrstur í mark í Þórsmörk.

Þrátt fyrir ekkert sérstaka veðurspá virðast veðurguðirnir hafa verið keppendum hliðhollir.

Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson neyddist til að hætta keppni vegna meiðsla en leiddi keppnina.

Hér að neðan má sjá myndskeið þegar Zlabys kom í mark:

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert