Óvenju rólegt yfir Kötlu

Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli 1996.
Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli 1996. Rax / Ragnar Axelsson

Snemma í gærmorgun mældist jarðskjálfti að stærð 3,3 undir norðanverðum Mýrdalsjökli og annar 2,7 stig varð fyrr um nóttina. Á sjöunda tímanum í morgun mældist síðan jarðskjálfti að stærð 2,5, 4,5 km ANA af Goðabungu. Aukning í skjálftavirkni um sumar í Mýrdalsjökli hefur orðið reglulega undanfarin ár.

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, var spurður hvort þessir skjálftar þýddu eitthvað sérstakt.

„Það sem er óvenjulegt við Kötlu er hvað hún er búin að vera róleg,“ sagði Páll. „Þetta hefur verið rólegasta ár Kötlu sem ég man eftir. Hún er kannski að verða eðlileg aftur.“ Hann sagði að það hefði lengi verið einkennandi fyrir Kötlu hvað hún hefði verið skjálftavirk. En svo varð heldur betur breyting á því. Síðasta ár hefur hver dagurinn af öðrum liðið án jarðskjálfta.

Síðasta stóra Kötlugos kom árið 1918. Svo urðu þrír atburðir sem minntu á smágos. „Það var fyrst 1955, síðan 1999 og svo 2011,“ segir Páll í umfjöllun um þessi mál í Morgublaðinu í dag. „Öllum þessum atburðum fylgdu breytingar í skjálftavirkni og flóð. Margt benti til þess að það hefðu orðið gos undir jöklinum en ekkert þeirra náði upp í gegnum ísinn.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert