Stefjum fækkar í faraldrinum

Verulegur samdráttur hefur orðið hjá tónlistarfólki.
Verulegur samdráttur hefur orðið hjá tónlistarfólki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistin laðar að viðskiptavini og skapar skemmtilegt andrúmsloft fyrir starfsmenn. En hún skapast ekki í tómarúmi, því bak við hvern tón er mannshönd sem hefur það að lífsviðurværi að skapa þá list sem við tökum sem sjálfsagða. Líkt og með flest kemur kórónuveiran við afkomu tónlistarmanna.

Margir af þeim sem eru skyldugir til að greiða STEF-gjöld hafa tímabundið þurft að loka þjónustu sinni vegna faraldursins; hvort sem er vegna tilskipana stjórnvalda eða að eigin frumkvæði.

Morgunblaðið náði tali af kaupmanni sem er ósáttur við að greiða full gjöld þrátt fyrir að hafa lokað dyrum sínum í fjóra mánuði. Annar veitingamaður hafði gert hið sama, en að sögn mætt miklum skilningi hjá STEF, sem felldi niður gjöld hans að hluta.

Í samtali við blaðið sagði Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEF, að þar á bæ hefði verið „reynt að koma til móts við alla sem hafa haft samband“ og „ef viðkomandi hefur lokað hefur greiðsluseðlum verið breytt“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert