Mikil tækifæri til hagræðingar á LSH

Haraldur segir mikilvægt að forgangsraða fjármunum spítalans en mörg aðkallandi …
Haraldur segir mikilvægt að forgangsraða fjármunum spítalans en mörg aðkallandi verkefni séu til staðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ekki má telja líklegt að sett verði aukið fjármagn í rekstur Landspítala á þessu ári. Fremur verður horft til aðhalds í fjármálum stofnunarinnar. Þetta segir Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokks.

„Í síðasta fjárauka ársins erum við að horfa til aðhalds í fjármálum og útgjöldum. Hins vegar verður þessi svokallaði kórónuveirukostnaður gerður upp,“ segir Haraldur í umfjöllun um málefni Landspítalans í Morgunblaðinu í dag.

Ljóst er að bókhald Landspítala það sem af er ári hefur litast mjög af heimsfaraldri kórónuveiru. Farið hefur verið í kostnaðarsamar framkvæmdir auk þess sem víðtækar skimanir og greiningar hafa verið framkvæmdar. Þá má gera ráð fyrir að áhrif faraldursins séu ekki öll komin fram. „Við þekkjum ekki afleiðingar faraldursins. Það verður til dæmis aukinn kostnaður vegna sjúkraþjálfunar og af annarri framhaldsmeðferð. Síðan hefur þurft að ráðast í miklar fjárfestingar og fara í greiningar og sýnatökur, þannig að viðbótarkostnaðurinn verður einhver,“ segir Haraldur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »