Skemmdarverk unnin á Sjávarútvegshúsinu

Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin í nótt.
Talið er að skemmdarverkin hafi verið unnin í nótt. mbl.is/Stefán Einar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að krotað hefði verið á veggi Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 5.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er í veggjakrotinu þess krafist að ný stjórnarskrá verði samþykkt.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, telur að skemmdarverkin hafi verið framin í nótt og bætir við að málið sé á borði lögreglunnar.

mbl.is/Stefán Einar
mbl.is