Úrkoma í öllum landshlutum

Kort/Veðurstofa Íslands

Meinlaust veður í dag og á morgun. Fremur hæg breytileg átt, skýjað að mestu. Dálítil súld norðvestanlands framan af en skúrir í öðrum landshlutum. Hiti á bilinu 10 til 15 stig. Svipað á morgun en þó minnstar skúrir á suðvesturhorninu og Vestfjörðum.

Veðurspáin næstu daga

Breytileg átt 3-10 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 8 til 16 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á mánudag (frídag verslunarmanna) og þriðjudag:
Fremur hæg breytileg átt, skýjað á landinu og víða skúrir eða rigning, en þurrt að kalla á suðvesturhorninu. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast sunnanlands.

Á miðvikudag:
Austlæg átt 5-10 m/s og rigning, en þurrt að kalla á Norðurlandi yfir hádegi. Hiti 8 til 14 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og rigning einkum á sunnanverðu landinu. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast norðaustan til.

Á föstudag:
Suðvestlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir fremur hæga norðaustlæga átt og rigningu um allt austanvert landið. Hiti að 15 stigum suðvestanlands, en svalari norðaustan til.

mbl.is