Grímuklæddir menn stálu fjölda myndavéla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurborginni í nótt og fjölda myndavéla stolið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir grímuklæddir menn þar að verki. Málið er í rannsókn lögreglunnar. 

Alls voru 72 mál bókuð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan 17 í gær þangað til klukkan fimm í morgun. Þrír eru vistaðir í fangageymslum lögreglunnar en fjórir voru stöðvaðir grunaðir um akstur bifreiða undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða hvors tveggja.

Lögreglunni barst ábending um ökumann sem hugsanlega væri í vímu. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvenær þetta var né heldur hvar.

Er lögregla kom auga á bifreiðina varð stutt eftirför þar sem ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. Í botnlangagötu hlupu karl og kona úr bifreiðinni en voru síðan handtekin skömmu síðar. Kom í ljós að bifreiðin var stolin og ökumaðurinn í vímu.

mbl.is

Bloggað um fréttina