Erfitt að ná til unga fólksins

Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan

„Við höfum mikið rætt það hvernig við getum frekar náð til ungmenna. Menn eru að hugsa allar leiðir en við vitum að þetta er hópur sem erfitt er að ná til,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in (WHO) hefur við því að ungt fólk smitist sérstaklega mikið en hér á landi eru 40 af 97 í einangrun með virkt smit 29 ára eða yngri. 

Alma Möller landlæknir tók undir þetta með Þórólfi og biðlaði til foreldra að aðstoða við að koma upplýsingum til þeirra sem yngri eru.

Alma sagði enn fremur að unga fólkið væri mikilvægur hlekkur í varnarkeðjunni. 

Ekki hefur verið til umræðu að takmarka með einhverjum hætti samkomur þar sem ungt fólk kemur saman. Ef útbreiðsla veirunnar verður meiri þurfi að grípa til harðari aðgerða.

mbl.is