25 stiga hiti og 30 m/s

Héraðsbúar stukku í Eyvindará í gær en hitamet sumarsins var …
Héraðsbúar stukku í Eyvindará í gær en hitamet sumarsins var slegið í gær, 25 stiga hiti mældist á Egilsstaðaflugvelli. Ljósmynd/Benedikt Warén

Útlit er fyrir hvassa vindstrengi á norðanverðu Snæfellsnesi  undir kvöld og er spáð 30 metrum á sekúndu í hviðum. Eins rignir talsvert. Aftur á móti er áfram blíða fyrir austan og á Norðausturlandi og gæti hitinn náð 25 gráðum á morgun.

„Fremur hæg vestlæg átt í dag og bjart með köflum, en dálitlar skúrir norðaustan til á landinu. Hiti 10 til 15 stig, en að 18 stigum á Suðaustur- og Austurlandi.

Hægt vaxandi sunnanátt síðdegis, 10-15 m/s í kvöld og fer að rigna um vestanvert landið en heldur hvassara á norðanverðu Snæfellsnesi, vindhviður að 30 m/s sem getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Sunnan og suðvestan 10-18 m/s á morgun, hvassast norðvestan til og vindhviður yfir 25 m/s í vindstrengjum á þeim slóðum. Talsverð rigning um vestanvert landið og hiti 10 til 15 stig en úrkomulítið norðaustan- og austanlands og hlýtt. Líklega nær hitinn þar 25 stigum þar sem best lætur,“ segir á vef Veðurstofu Íslands. 

Veðurhorfur næstu daga

Vestlæg eða breytileg átt 3-8, skýjað með köflum og sums staðar dálitlar skúrir, einkum austanlands. Gengur í sunnan 10-15 m/s og fer að rigna á vestanverðu landinu í kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austan til.

Suðvestan 10-18 m/s á morgun, hvassast norðvestan til. Talsverð rigning á vestanverðu landinu og hiti 10 til 15 stig. Yfirleitt þurrt austanlands með hita á bilinu 18 til 25 stig.

Á fimmtudag:

Suðvestan 10-18 m/s, hvassast norðvestan til. Talsverð rigning á vestanverðu landinu og hiti 10 til 15 stig. Yfirleitt þurrt austanlands með hita á bilinu 18 til 25 stig.

Á föstudag:
Suðvestan 5-10, en 10-15 um landið norðvestanvert. Víða léttskýjað, en skýjað og lítils háttar væta syðst á landinu. Hiti yfirleitt 12 til 17 stig, en hiti allt að 23 stigum á Norðaustur- og Austurlandi.

Á laugardag:
Sunnan 5-13 og dálítil rigning eða súld með hita 10 til 15 stig, en léttskýjað um norðaustanvert landið og hiti 16 til 22 stig.

Á sunnudag:
Suðlæg átt 5-10 m/s og dálítil rigning sunnan og vestan til með hita 9 til 14 stig en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands og hiti 15 til 21 stig.

Á mánudag:
Austlæg átt og bjart með köflum, en skúrir sunnanlands. Hiti víða 13 til 18 stig.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt. Skýjað um norðanvert landið og hiti 8 til 13 stig, en víða bjartviðri syðra og hiti 13 til 18 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert