Þeyrinn þeysti hitanum upp í þann hæsta á árinu

Við höfnina í Neskaupstað.
Við höfnina í Neskaupstað. Ljósmynd/Hlynur Sveinsson

Hæsti hitinn á Íslandi það sem af er þessu ári mældist í Neskaupstað í dag, en þar náði hitastigið 26,3 gráðum þegar mest lét.

Veðurblíðan var ekki mikið síðri á Seyðisfirði, en þar var 26,1 gráðu hiti á tímabili.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir hnjúkaþeyinn hafa verið þarna að verki.

Áfram hlýtt fyrir austan

„Það er þegar vindurinn steypir sér ofan af hálendinu og ofan í dali og firði. Það þarf að vera ákveðinn vindstyrkur til að ná þessu og sú var raunin í dag,“ segir Óli Þór í samtali við mbl.is.

„Það verður hlýtt á morgun og á laugardag, og fer sjálfsagt vel yfir 20 gráður austast á landinu, til dæmis á héraði.“

Hvað er hnjúkaþeyr?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert