Tófum að fjölga og hefur unnið 74 dýr á árinu

Snorri Jóhannesson
Snorri Jóhannesson mbl.is/Sigurður Bogi

Tófu í Borgarfirði hefur fjölgað mikið að undanförnu og horfir nú til vandræða af þeim sökum, að sögn Snorra Jóhannessonar, bónda og refaskyttu á Augastöðum í Hálsasveit.

Á þessu ári hefur hann unnið fjögur greni, öll fremst í Reykholtsdalnum. Þar segir hann tófuna vera nokkuð áberandi, rétt eins og í Flókadal, á Andakíl og vestur á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi.

„Það er mikilvægt halda dýrbít í skefjum, en eftir að ríkið ákvað einhliða að hætta að leggja peninga í grenjavinnslu er ekki sami þungi lagður í mál og var af hálfu sveitarfélaganna,“ segir Snorri sem hefur fellt alls 74 dýr frá áramótum; bæði í Borgarfjarðardölum og inn á Arnarvatnsheiði. „Tófan er í ríkari mæli að færa sig ofan af heiðum niður í byggð, þar sem eru stór svæði sem í dag eru vegna breyttra búskapahátta. Þar gerir lágfóta sér því greni og töltir síðan í sumarlok með yrðlingahópinn sinn. Þetta er slæm þróun og aðgerða er þörf.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert