Framlög í samkeppnissjóð 50% hærri

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer með formennsku í vísinda- og tækniráði.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer með formennsku í vísinda- og tækniráði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framlög úr samkeppnissjóði í vísindum og nýsköpun munu vera helmingi meiri á næsta ári miðað við framlög árið 2020, samkvæmt nýrri vísinda- og tæknistefnu. Ný stefna vísinda- og tækniráðs til ársins 2030 var kynnt í dag og verður henni fylgt eftir með tíu aðgerðum sem eiga að miða að því að efla vísindi, nýsköpun og tækniþróun. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er formaður vísinda- og tækniráðs. „Öflugt vistkerfi nýsköpunar og rannsókna verður ekki til á einni nóttu en er forsenda þess að nýsköpunarstarfsemi vaxi og dafni og skili varanlegum ávinningi fyrir efnahagslíf og samfélag.“ Þetta segir forsætisráðherra í ávarpi sínu í nýútgefinni vísinda- og tæknistefnu stjórnvalda.

Viðbótarframlag ríkisins í samkeppnissjóði í vísindum og nýsköpun nam 1,6 milljörðum króna í ár, en framlagið var einn liður í björgunaraðgerðum stjórnvalda vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirufaraldursins. Nú mun framlag ríkissjóðs til samkeppnissjóða í fjárlögum 2021 vera um það bil 50% á við það sem það var miðað við fjárlög þessa árs og mun svo vera næstu þrjú ár, að því er fram kemur í tilkynningu stjórnvalda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert