Hafa áhyggjur af jólahlaðborðunum

Jólahlaðborð.
Jólahlaðborð. mbl.is/Árni Sæberg

„Það skapaðist ákveðin bjartsýni í sumar enda varð sumarið betra en margur þorði að vona. Núna virðist aftur gæta svartsýni. Það er komið þyngra hljóð í allan veitingageirann og það er aðallega óvissa um hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað sem skapar það.“

Þetta segir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, Matvæla- og veitingafélags Íslands, í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að margir í veitingageiranum hafi verið á uppsagnarfresti í sumar og vonast eftir áframhaldandi ráðningu í haust. Það hafi gengið upp í einhverjum tilvikum en alls ekki öllum. Ekki liggja þó fyrir tölur um uppsagnir og atvinnuleysi.

„Það segir sig sjálft að ef veitingastaðir geta bara tekið á móti jafnvel helmingi færri gestum nú en venjulega hefur það áhrif á reksturinn,“ segir Óskar um stöðu mála í Morgunblaðinu í dag. Hann segir jafnframt að í eðlilegu árferði væru stórar veislur fram undan, svo sem jólahlaðborð og veislur sem frestað var vegna kórónuveirunnar fyrr á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »