Snjóþekja á norðausturhluta landsins

Eins og sjá má á þessari mynd frá Möðrudalsöræfum, norðaustan …
Eins og sjá má á þessari mynd frá Möðrudalsöræfum, norðaustan við Egilsstaði, er snjór þar. Ljósmynd/Vegagerðin

Krap eða snjóþekja er á þjóðvegi 1 frá Mývatni og að Jökuldal og sömu sögu má segja um hluta af Vopnafjarðarheiði. Nokkuð hefur snjóað á þessum slóðum í nótt.

Veðurspár virðast hafa gengið eftir en appelsínugul viðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi, þar sem spáð var norðanhvassviðri eða -stormi, 15-20 m/s, og talsverðri úrkomu.

Gul viðvörn er í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra, Austfjörðum, Suðausturlandi og hálendinu.

Á vef Veðurstofunnar kemur fram að það dragi smám saman úr vindi og úrkomu eftir hádegi. Hiti í dag frá 2 stigum í innsveitum norðaustanlands, upp í 13 stig syðst.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert