Fimm íbúðir í gamla kínverska sendiráðinu

Fyrrverandi húsnæði kínverska sendiráðsins verður breytt.
Fyrrverandi húsnæði kínverska sendiráðsins verður breytt. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er myndarlegt hús og ég held að það verði mjög skemmtilegt þegar endurbótum er lokið,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu.

Friðbert er eigandi hússins á Víðimel 29 sem um árabil var í eigu kínverska sendiráðsins og þykir ein af fallegri byggingum í Vesturbæ Reykjavíkur. Það hefur staðið autt um hríð en nú á að gera bragarbót á. Friðbert hefur sótt um leyfi hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík til að breyta eigninni í fimm sjálfstæðar íbúðir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Það var Einar Sveinsson arkitekt sem teiknaði húsið, sem er 724,5 fermetrar að stærð, byggt árið 1946. Fasteignamat hússins fyrir næsta ár er rúmar 290 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »