Ákærður fyrir kynferðisbrot

Jón Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin Hannibalsson.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag upplýsir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, að lögmanni sínum hafi borist ákæra frá saksóknara vegna meints kynferðisbrots á heimili sínu gagnvart gestkomandi konu.

Sakarefnið segir hann vera að hafa „strokið utan klæða upp og niður eftir rassi“ eins og komist er að orði. Á þetta að hafa gerst í augsýn eiginkonu Jóns og annarra gesta. „Hreinn uppspuni,“ segir Jón Baldvin í greininni. Bætir við að vitnisburður móður konunnar sem fyrir þessu á að hafa orðið sé ótrúverðugur vegna framburðar hennar í öðru máli af sama toga gegn sér fyrir margt löngu.

„Þetta er seinasta útspilið í skipulagðri aðför að mannorði mínu og Bryndísar,“ segir Jón Baldvin, sem greinir frá því að Bryndís hafi skrifað bók um fjölskylduharmleik þeirra sem settur sé í samhengi við þjóðfélagslegan veruleika. Bókin er væntanleg á næstu dögum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert